Traust og ábyrg þjónusta

Hjá Fyrirtak starfa reyndir iðnaðarmenn sem leggja metnað sinn í fagmennsku, snyrtimennsku og áreiðanleika. Við nota eingöngu bestu efni sem reynsla er komin á fyrir íslenskan markað og standast ýtrustu gæðakröfur.

MALUN

HÚSAMÁLUN

MURVINNA

MÚRVIÐGERÐIR

TREVERK

SMÍÐAVINNA

Málningarþjónusta

Málarar hjá Fyrirtak málningarþjónustu eru allir með mikla og góða reynslu við málningarvinnu jafnt við útimálun sem og innimálun. Eingöngu er unnið upp úr góðum málningarkerfum og farið eftir þeim kerfum sem hafa reynst best við íslenska veðráttu.

ALMENNT VIÐHALD

TRÉVERK
Við hjá Fyrirtak tökum að okkur allt almennt viðhald á fasteignum eins og td. gluggaviðgerðir og glerísetningar. Ef glugginn er farinn að fúna er nauðsynlegt að laga fúann áður en málað er. Við gerum við glugga með því að saga fúa í burt og setja nýtt fúavarið timbur í staðinn (sponsa glugga). Gluggaviðgerðir og glerísetningar eru ekki geimvísindi en hins vegar mikil nákvæmnisvinna og kallar á réttu handbrögð. Við bjóðum uppá þessa þjónustu og getum líka leiðbeint og aðstoðað.

MÚRVINNA
Múrarar hjá Fyrirtak málningarþjónustu ehf. hafa mikla reynslu á múrvinnu, bæði utanhús og innanhús. Múrvinna krefst mikilla kunnáttu og nákvæmni og hafa múrarar hjá Fyrirtak það sem til þarf og að auki mikla reynslu.

ÞJÓNUSTA
Reglulegt viðhalt á fasteignum borgar sig. Málning er oftar en ekki eina vörnin fyrir veðri og vindum. Málning á bæði að verja og fegra. Utanhúss veðrast fletir hratt fyrir áhrif sólar, veðurs og vinds. Með reglulegu viðhaldi er hægt að verja fasteignina og koma í veg fyrir dýrar framkvæmdir eins og td. gluggaviðgerðir, viðgerð á stein og þaki. Mikilvægt er passa uppá tréverk, gluggar og annað tréverk getur fúnað mjög fljótt ef ekki er passað uppá að það sé málað reglulega. Mikilvægt er að nota efni sem hafa reynst vel fyrir Íslenska veðráttu.

 

EF ÞARF AÐ MÁLA GLUGGA, VEGGI OG ÞAK

ÞÁ HRINGIR ÞÚ Í FYRIRTAK

770-7997

Verkin

Við erum stoltir af þeim glæsilegum verkefnum sem við höfum gert í gegnum árin.
Hér fyrir neðan má sjá nokkur verk eftir okkur.

Um okkur

Fyrirtak málningarþjónusta ehf. hefur þjónað fyrirtækjum, stofnunum, húsfélögum og heimilum til margra ára. Fyrirtækið tekur að sér öll helstu verkefni sem koma að viðhaldi og breytingum á fasteignum, jafnt að innan sem utan.

Ámundi S. Tómasson málarameistari er framkvæmda- og verkefnastjóri hjá Fyrirtak málningarþjónustu ehf. Hann hefur rekið fyrirtækið með góðum árangri í mörg ár, enda er hann með mikla reynslu í málun og viðhaldi húsa.
Fyrirtak hefur á að skipa einvala liði málara, múrara og smiða, með áratuga reynslu, sem leggja metnað sinn í fagmennsku, snyrtimennsku og áreiðanleika.
Fyrirtak getur því leyst öll helstu verkefni sem koma að viðhaldi húsa.

Tilboð

Sláðu á þráðinn til okkar eða sendu okkur línu
og við gerum þér tilboð að kostnaðarlausu.

770-7997
fyrirtak@fyrirtak.is
FACEBOOK